Quantcast
Channel: Náttúrufræðistofnun Íslands - Polydesmida
Viewing all articles
Browse latest Browse all 5

Túntvífætla (Polydesmus inconstans)

$
0
0

Túntvífætla hefur væntanlega borist til landsins með mönnum. Ekki er vitað hve lengi hún hefur verið hér, en hún fannst fyrst í Vestmannaeyjum árið 1966. Á því leikur þó lítill vafi að hún hafi komið sér fyrir á landinu miklu fyrr. Hún fer leynt, bærist hægt og lætur lítið á sér kræla. Berst hún því ekki fyrir hvers manns augu.

Túntvífætla er glansandi brún að ofan en ljósari að neðan. Telja má 19 bakplötur á fullþroska dýrum. Bakplöturnar eru tiltölulega flatar, þ.e. beygjast ekki niður með síðunum, ferkantaðar, tvöfalt breiðari en langar, með vörtóttu yfirborði og hök á afturhornum.

Evrópa frá sunnanverðum Skandinavíuskaga suður til N-Spánar og Ítalíu og austur til evrópska Rússlands. Innflutt til USA og Kanada.

Ísland: Fundin á landinu sunnanverðu, frá Borgarfirði í vestri austur í Suðursveit, einnig í Hjaltadal á Norðurlandi.

Túntvífætla finnst víða, t.d. í skógarbotnum og húsagörðum, í laufbingjum og undir rotnandi viðardrumbum, spýtufjölum, steinum og öðru lauslegu, þar sem rakt er undir og rotnandi plöntuleifar sem tegundin nærist á. Túntvífætlu hefur verið safnað á tímabilinu frá miðjum apríl fram í miðjan október.

Polydesmus inconstanshttp://kort.ni.is/geoserver/ni/wms?service=WMS&version=1.1.0&request=GetMap&layers=ni:island-haed,ni:Smadyr_dreifing&cql_filter=Include;nafn='Polydesmus+inconstans'&styles=&bbox=239093.000,290000.000,761000.00,679982.000&width=1325&height=994&srs=EPSG:3057&format=image%2Fjpeghttp://kort.ni.is/geoserver/ni/ows?service=WMS&request=GetLegendGraphic&format=image%2Fpng&width=20&height=20&layer=Smadyr_dreifing Túntvífætla - Polydesmus inconstansTúntvífætla (Oxidus inconstans) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Túntvífætla. 10 mm. ©EÓErling Ólafssonhttp://myndir.ni.is/poddur/thusundfaetlur/eo_Polydesmus_inconstans-11.jpgTúntvífætla - Polydesmus inconstans1461
ShowPöddurÍ náttúrunniÍ görðum29 795

Andersson, G., B.A. Meidell, U. Scheller, J.-Å. Winqvist, M. Osterkamp Madsen, P. Djursvoll, G. Budd & U. Gärdenfors 2005. Nationalnyckeln till Sveriges flora och fauna. Mångfotingar. Myriapoda. Artdatabanken, SLU, Uppsala. 351 bls.

Eason, E.H. 1970. The Chilopoda and Diplopoda of Iceland. Ent. scand. 1: 47-54.

Lindroth, C.H., H. Andersson, H. Böðvarsson & S.H. Richter 1973. Surtsey, Iceland. The development of a new fauna 1963-1970. Terrestrial invertebrates. Ent. Scand. Suppl. 5: 1–280.

Polydesmus inconstansPolydesmidaePolydesmidaDiplopodaMyriapodaArthropodaAnimaliaBiota

Viewing all articles
Browse latest Browse all 5